Fréttir | Veðurstofa Íslands

Fréttir

Gigar2_04062024

Grindavíkurvegur fór undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk - 7.6.2024

Uppfært 8. júní, kl. 15:30


  • Áfram virkni í einum gíg sem helst nokkuð stöðug
  • Í nótt jókst hraunstreymið norður fyrir Sýlingarfell og í átt að Grindavíkurvegi 
  • Hrauntungan náði veginum um hálf 11 í morgun
  • Framendi hraunbreiðunnar í um 800 metra fjarlægð frá heitavatnslögnum

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram og eru nú tíu dagar síðan það hófst. Frá því á þriðjudag, 4. júní, hefur einn gígur verið virkur. Hraun hefur undanfarna daga runnið að mestu til norðvesturs og þykknað við Sýlingarfell ásamt því að renna mjög hægfara norður fyrir Sýlingarfell og til vesturs.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024 - 5.6.2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira

Nýr forstjóri Veðurstofunnar hefur tekið til starfa - 5.6.2024

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur tekið til starfa. Hildigunnur hefur starfað sem tæknistjóri (CTO) hjá jarðhitafyrirtækinu Innargi A/S í Kaupmannahöfn frá árinu 2022.  Áður gegndi hún stöðu framkvæmdastýru rannsókna- og nýsköpunar hjá Orkuveitunni í nær áratug. Fyrr á ferlinum starfaði hún í jarðhita bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, lengst af í bandaríska orkumálaráðuneytinu við stýringu rannsóknarfjármagns. Hildigunnur hefur m.a. setið í stjórnum Orku náttúrunnar, Carbfix, og Jarðhitafélags Bandaríkjanna.

Lesa meira
Hofsjokull_01

Vetrarafkoma Hofsjökuls 2023-2024 - 3.6.2024

Vetrarafkoma Hofsjökuls var mæld í 37. sinn í fimm daga leiðangri Veðurstofu Íslands 29. apríl –3. maí 2024. Fjórir starfsmenn óku vélsleðum í 20 mælipunkta á jöklinum, boruðu gegnum snjólag vetrarins og mældu eðlisþyngd þess.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica