Stjórnsýslusvið | Starfsemi | Landhelgisgæsla Íslands

Stjórnsýslusvið

Stjórnsýslusvið hefur það hlutverk að veita stjórnendum rekstrar- og aðgerðaeininga ráðgjöf og aðstoð á sviði lögfræði og stjórnsýslu. Meginmarkmið einingarinnar eru:

  • Endurskoðun og gerð laga og reglugerða á starfsvettvangi Landhelgisgæslu Íslands og umsagnir um lagafrumvörp, reglugerðir og þingsályktunartillögur sem varða starfsemi LHG.
  • Að hafa umsjón með innlendum og alþjóðlegum skuldbindingum og samningum sem LHG tekur að sér.

Stjórnsýslusviði er stýrt af lögfræðingi LHG sem heyrir beint undir forstjóra. Meðal helstu verkefna eru endurskoðun laga og reglugerða um LHG, lögfræðiþjónusta og ráðgjöf við stjórnendur sviða.

Myndir_vardskipstur_035
Mynd © Árni Sæberg.






Þetta vefsvæði byggir á Eplica