Vísir - Að trúa á netið
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER NÝJAST 09:36

Er í nostalgíukasti

LÍFIÐ

Að trúa á netið

Fréttablaðið Skoðun 28. febrúar 2013 06:00
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra
Ögmundur Jónasson skrifar:

Tillögur sem nú eru til skoðunar í innanríkisráðuneytinu og lúta að því að verja börnin okkar fyrir ágengni klámiðnaðarins hafa vakið athygli á heimsvísu. Viðbrögðin hafa verið jákvæð og almennt yfirveguð. Þó er til það fólk sem rís upp gegn þessu af offorsi. Birgitta Jónsdóttir alþingiskona lýsti því yfir nýlega að hún hefði óbilandi trú á internetinu, ætti nánast heima þar og var svo að skilja á yfirlýsingum hennar að nú væri verið að trufla þennan átrúnað hennar. Frumvarp innanríkisráðherra Íslands mun aldrei ná fram að ganga, segir hún í grein í bresku stórblaði og vísar til þess að hún sjálf ætli að sjá til þess. Félagi hennar, Smári McCarthy, lætur jafnframt hafa eftir sér að frumvarpið sé fasískt og ráðherrann sjálfur geðveikur.

En augnablik. Ekkert frumvarp er fram komið! Það er einfaldlega verið að skoða hvað sé gerlegt og hvað ekki til að hamla gegn yfirgangi einna ósvífnustu gróðaafla sem þekkjast nú um stundir, afla sem hafa hag af því að selja efni sem byggir á gegndarlausu ofbeldi. Hér fer því fjarri að nokkur sé að leggja til að hamla gegn frjálsum skoðanaskiptum og lýðræðislegri umræðu á netinu.

Allir virðast sammála um að við eigum ekki að kaupa vöru sem byggði á barnaþrælkun. Ég þykist vita að við Birgitta og Smári séum þar á einu máli ásamt þorra fólks. En þegar ofbeldið er komið á netið virðist annað uppi á teningnum. Jafnvel þótt um sé að ræða yfirgengilegra ofbeldi en við höfum flest getað hugsað okkur að sé framleitt sem afþreyingar- og skemmtiefni, virðist þetta fólk verða máttlaust í hnjánum þegar netið er annars vegar.

Vissulega erum við enn í frumbernsku tölvutækninnar og er svo að sjá að margir hreinlega lamist frammi fyrir undrum hennar í lotningu sinni líkt og um æðri máttarvöld sé að ræða.

En þeim væri hollt að hugsa til þess að eitt er miðill og annað er innihald. Miðillinn má aldrei taka af okkur völdin. Ekki fremur en við viljum láta stjórnast af bókstafstrú eða kreddu. Gildir þá einu hvort um er að ræða netið, eða hreinkenningu últrafrjálshyggjunnar, afskiptaleysisstefnu, sem mér finnst reyndar skrif þeirra Birgittu og Smára vera í ætt við.


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.
Skoðun 03. október 2013 06:00

Chanel-varalitur í neyðaraðstoð

Eitt eftirminnilegasta atvikið á þeim áratug sem ég hef starfað við þróunar- og neyðaraðstoð átti sér stað einn venjulegan dag á götum Kabúl. Nokkrum dögum fyrr hafði ég í fyrsta sinn fest kaup á glæs... Meira
Skoðun 03. október 2013 06:00

Rökin um flugvöllinn í Vatnsmýri standast alla skoðun!

Hér á eftir fara athugasemdir við málflutning Bolla Héðinssonar, hagfræðings, sem birtist í Fréttablaðinu 12. september s.l. sem virðist settur fram af tilfinningahita fremur en rökfestu. Meira
Skoðun 03. október 2013 06:00

Heildartekjur langt undir lágmarki almannatrygginga

Stækkandi hópur öryrkja fær skertar örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum vegna tímabundinnar búsetu erlendis áður en örorkumat fer fram. Meira
Skoðun 03. október 2013 06:00

"Mennt er máttur“

Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun Meira
Skoðun 03. október 2013 06:00

Blæðingin stöðvuð

Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Meira
Skoðun 03. október 2013 06:00

Nemar vilja ekki starfa á Landspítala að loknu námi

Undanfarnar vikur hafa málefni Landspítala verið mikið til umræðu í fjölmiðlum. Þar hefur borið hæst vandi lyflækningasviðs og myndgreiningardeildar spítalans. Meira
Skoðun 02. október 2013 08:18

Fjárlagafrumvarp óvissu og vonbrigða

Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp ... Meira
Skoðun 02. október 2013 06:00

Góðar fréttir fyrir austurhverfin

Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum bo... Meira
Skoðun 02. október 2013 06:00

Við þurfum fjölbreyttari kennsluaðferðir

Sem nemandi í Háskóla Íslands sem útskrifast núna á haustönn, hef ég að undanförnu verið að velta fyrir mér gæðum þessa náms sem ég hef nú lokið. Ég velti því fyrir mér hver gæði menntunnar minnar séu... Meira
Skoðun 02. október 2013 06:00

Gefurðu afslátt af öryggi barnsins þíns?

Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, Meira
Skoðun 02. október 2013 06:00

Er best að búa á Norðurlöndum?

Þegar við frjálshyggjumenn tölum fyrir mikilvægi hins frjálsa markaðar í rekstri þjóðfélags fáum við gjarna að heyra að ekki sé nú frjálshyggjunni fyrir að fara í þeim löndum sem best vegnar á mælikva... Meira
Skoðun 02. október 2013 00:01

Róttæknina vantar

Talsvert afrek verður það að teljast ef Alþingi tekst að afgreiða fjárlög án halla í fyrsta sinn frá hruni. Að sama skapi er það metnaðarfullt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að leggja fram ... Meira
Skoðun 01. október 2013 07:57

Björg í bú

Í gær hófst nýr kafli í hönnunarsögu Íslendinga þegar hönnunarsjóður stjórnvalda kallaði eftir umsóknum í fyrsta sinn. Hönnunarsjóður er fyrsti opinberi sjóður sinnar tegundar hérlendis. Meira
Skoðun 30. september 2013 09:15

Hjarta heilbrigðiskerfisins

Landspítalinn er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Mikið álag er á starfsfólkinu enda hafa rekstrargjöldin lækkað frá hruni úr um 50 milljörðum króna árið 2008 í um 40 milljarða 2012. Meira
Skoðun 30. september 2013 09:00

Annars flokks erlendir fjárfestar

Eitt af því sem síðasta ríkisstjórn vann íslenzku atvinnulífi helzt til ógagns var hvernig ráðherrar hennar og þingmenn stjórnarmeirihlutans margir hverjir virtust leggja sig fram um að fæla erlenda f... Meira
Skoðun 30. september 2013 08:30

Hver vegur að heiman er vegurinn burt

Dapurlegasta frétt síðustu viku var sú að Björn Zoega skuli hættur sem forstjóri Landspítalans. Hann hefur nú í nokkur ár staðið í því að reka spítalann með neyðarráðstöfunum sem miðast við neyðarásta... Meira
Skoðun 28. september 2013 06:00

Upp úr svartholinu

Svartnætti…sálarkvalir…vonleysi…örvænting…uppgjöf…sálardauði. Þessi orð lýsa vel líðan manneskju sem horfin er ofan í svarthol neyslu ávanabindandi lyfja og áfengis. Meira
Skoðun 28. september 2013 06:00

Ósk um samstarf

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið Meira
Skoðun 27. september 2013 06:00

Vitundarvakning um krabbamein í kvenlíffærum

Næstkomandi sunnudag, 29. september 2013, fer fram svo kallað Globeathon sem er alþjóðlegt átak yfir 80 landa sem hafa sameinast um að efla vitund, þekkingu og rannsóknir tengdar krabbameinum í kvenlí... Meira
Skoðun 27. september 2013 06:00

Biðin er óþolandi!

Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Meira
Skoðun 27. september 2013 06:00

Eru stelpur heimskari en strákar?

Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hóf göngu sína fyrir 27 árum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur keppt öll árin og unnið átján sinnum, oftast allra skóla. Meira
Skoðun 27. september 2013 06:00

Encyclopedia Britannica í snjallsímann og spjaldtölvuna

Allir á Íslandi sem tengjast netinu í gegnum íslenskar netveitur hafa sér að kostnaðarlausu aðgang að fjölbreyttu efni í gegnum áskriftir Landsaðgangs Meira
Skoðun 27. september 2013 06:00

Maður að mínu skapi

Kveikjan að leikverkinu Maður að mínu skapi – stofuleikur var hvorki persóna Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar né samkynhneigð. Og þaðan af síður kynhneigð Hannesar Hólmsteins. Meira
Skoðun 27. september 2013 06:00

Ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York borgar, hefur undanfarið beitt sér fyrir breytingum á byggingareglugerðum þar vestra til að auðvelda smíði lítilla íbúða en mikill skortur er á slíkum fasteign... Meira
Skoðun 27. september 2013 06:00

Menntamálarapp: Afsakaðu mig!

Svar við grein Stefaníu Jónsdóttur í Morgunblaðinu, "Mál að linni“. Meira
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
  • Skoðun

Mest lesið

Forsíða / Skoðanir / Skoðun / Að trúa á netið
365 miðlar ehf.
Skaftahlíð 24
105 Reykjavík
sími 512 5000