Fréttir | Veðurstofa Íslands

Fréttir

D929d32b-ab4a-4bfe-9306-7d462394a836

Óbreytt staða í Öskju - 15.8.2023

Aflögunarmælingar (GPS og InSAR) sýna að landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða síðan í lok september 2021. Dýpi og staðsetning á upptökum aflögunarinnar hefur ekki breyst síðan í september 2021, en upptökin eru á um 3 km dýpi og ekki eru vísbendingar um að það hafi breyst.  

Lesa meira
Páll Bergþórsson í fyrstu veðurfréttum í sjónvarpi

Páll Bergþórsson 100 ára í dag - 13.8.2023

Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrv. veðurstofustjóri er 100 ára í dag. Páll fæddist að Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944. Að loknu tveggja ára námi í verkfræði við Háskóla Íslands hélt hann til Svíþjóðar 1947 og stundaði nám í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi og lauk þar prófi 1949. Heim kominn frá veðurfræðinámi 1949 hóf Páll störf sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en hann hafði áður starfað þar sem aðstoðarmaður frá 1946 til 1947 og sumarið 1948. Meginverkefni hans á stofnuninni allt til 1982 sneru að almennri veðurspáþjónustu og flugveðurþjónustu. Hann var deildarstjóri veðurfarsrannsókna frá 1982 til 1989. Árið 1989 var Páll skipaður veðurstofustjóri frá 1. október og gegndi því embætti til ársloka 1993, þá sjötugur að aldri.

Lesa meira

Kaflaskil í eldvirkninni á Reykjanesskaga - 10.8.2023

Uppfært 10. ágúst 2023
Veðurstofan hefur uppfært hættumatskortið fyrir gosstöðvarnar við Litla-Hrút. Það skal tekið skýrt fram að enn er hætta nærri gossvæðinu. Mikill hiti leynist í nýja hrauninu. Sums staðar er aðeins þunn skel yfir annars funheitu og óstorknuðu hrauni. Jaðrar nýja hraunsins eru óstöðugir og úr þeim geta fallið stóri hraunmolar. Gas sem sleppur úr hrauninu getur safnast í dældir. Í kjölfar umbrotanna leynast líka sprungur á svæðinu sem skapa hættu.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2023 - 2.8.2023

Júlí var mjög þurr á sunnan- og vestanverðu landinu. Á allmörgum stöðvum í þeim landshlutum mældist heildarúrkoman innan við 10 mm og er víða sú minnsta sem vitað er um í júlí. Sólskinsstundir í Reykjavík voru óvenju margar og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri. Norðan- og norðaustanáttir voru ríkjandi allan mánuðinn. Það var kalt á norðan- og austanverðu landinu en að tiltölu hlýrra á Suðvesturlandi.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica